Skilmálar

Þessi vefsíða er í eigu og rekin af AM3 ehf., kt. 510520-1140. 

AM3 áskilur sér rétt til að breyta, fjarlægja eða bæta við vefsíðuna og skilmála án tilkynninga. Þá eiga skilmálar sem eru í gildi þegar pöntun er gerð við um þá pöntun, með breytingum og viðbótum sem kunna að hafa verið gerðir á skilmálum.

AM3 áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verða og einnig að breyta verðum án fyrirvara. Verð eru sýnd í íslenskum krónum á vefsíðunni og eru með VSK. Uppgefið verð við pöntun gildir. Jafnframt er áskilinn réttur til að staðfesta pantanir símleiðis og á Facebook síðu okkar (www.facebook.com/kjaftaedi). Til að leggja fram pöntun verður kaupandi að hafa náð 16 ára aldri.

Vörur sem eru settar í körfu eru ekki fráteknar fyrr en pöntun hefur verið staðfest af AM3 með pöntunarstaðfestingu í gegnum tölvupóst.

Skilafrestur

Kaupandi hefur 30 daga til að hætta við kaup sín að því tilskildu að hann hafi ekki notað vöruna og henni sé skilað í óuppteknum og upprunalegum umbúðum. Frestur þessi byrjar að líða frá afhendingu vöru. Kvittun fyrir vörukaupum þarf að fylgja með. Full endurgreiðsla fæst ef ofangreind skilyrði eru uppfyllt og eftir móttöku vöru. Þó eru flutnings- og póstburðargjöld óafturkræf. Kaupandi skal greiða sendingarkostnað ef skila eða skipta á pöntun.

Skil skulu send á:

AM3 ehf.

Kársnesbraut 91

200 Kópavogur

Ísland

Gölluð vara

Telji viðskiptavinur vöru gallaða bjóðum við nýja vöru í stað hennar og greiðum við allan tilfallandi sendingarkostnað. Þá er einnig boðið upp á endurgreiðslu sé þess krafist.

Sendingarmáti

Sendingar fara fram með Íslandspósti og eru þær rukkaðar samkvæmt gjaldskrá Íslandspósts. Pantanir fara í póst á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum. Jafnframt er hægt að semja um að sækja vöruna og bendum við á að fylla út beiðni þess efnis í gegnum hafa samband hlekk síðunnar eða með því að senda okkur skilaboð á Facebook síðu okkar. 

Trúnaður og greiðsla

AM3 heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í viðskiptum. Þá verða upplýsingar ekki afhentar né seldar til þriðja aðila. Greiðsla fer fram með millifærslu á reikning AM3, greiðslugátt Netgíró og Pei.

Reikningsnúmer er 537-26-5134, kt. 510520-1140.

Þegar greiðsla hefur verið kláruð og staðfesting send á netfangið spilidkjaftaedi@gmail.com verður staðfestingarpóstur sendur til þín og þar með er pöntun staðfest. Athugið að ef valið er að greiða með millifærslu þá þarf greiðsla að berast innan 24 klst., en að öðrum kosti fellur pöntunin niður.