Um okkur

KJAFTÆÐI er hugarsmíð okkar og hefur verið í vinnslu síðasta árið. Við höfum allir mikla ánægju af því að spila en höfum rekið okkur á það í gegnum tíðina að borðspil krefjast oftast mismunandi getu á ólíkum sviðum. Okkar markmið með KJAFTÆÐI var að búa til spil sem allir gætu spilað óháð hæfileikum. Þá var útgangspunkturinn sá að það væri ekkert eðlilega skemmtilegt að spila KJAFTÆÐI. Mikil vinna og metnaður var lagður í að semja setningar og varð niðurstaðan 400 sprenghlægilegar setningar. Finnst þér kannski vont að vera með góminn upp í þér í mínútu samfleytt? Prufaðu hálftíma og talaðu svo við okkur. Þið getið varla ímyndað ykkur hversu margir bolir fóru í þvott vegna slefbletta við gerð þessa spils. 

Það er okkar einlæga von og trú að þið munið skemmta ykkur vel í KJAFTÆÐINU. Spilið hentar öllum, fjölskyldu, vinum, leiðinlegu frænku þinni og kviðmágum.

KJAFTÆÐI fæst í verslunum Hagkaupa, Pennans, Spilavina, A4, Elko, Heimkaup, Aftur Nýtt og fleiri. 

Taktu þátt og vertu með í KJAFTÆÐINU.